top of page

Tannsmíði

Centralbros sinnir allri tannsmíðavinnu sem í boði er. Okkar helsta markmið er að finna bestu mögulegu lausn fyrir hvern og einn til að bæta munnheilsu þeirra einstaklinga sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Hvort sem um ræðir smíði á tennur sem fyrir eru, tannplanta eða gómboga.

Við nýtum okkur nýjustu tækni og vísindi þegar kemur að hönnun og smíði tanngerva. Þá leggjum okkur fram við að viðhalda og bæta við okkur þekkingu í faginu í heild sinni.

Við leggjum einnig miklar kröfur á efnisval og að gott handbragð skili sér í öllum þeim verkefnum sem við sendum frá okkur.

postulín.jpeg

Postulín

Postulín er notað fyrir stakar krónu, brýr, skeljar, innlegg og skeifur á tannskurð eða planta í munni. Zirkonium og Emax ceramic eru þau efni sem vinsælust eru í dag. Hönnun á postulínstanngervum fer að mestu fram í tölvum og millingvélar taka því næst við ferlinu og milla út tanngervin. Að því loknu er það handbragð tannsmiðs sem hleypir lífi í postulínið með handborum, litun og í einhverjum tilfellum með ábrenndu postulíni svo það falli vel að í munni.

​

Plast

Plast (akrýl) efni er notað í hin ýmsu tanngervi. Þar má nefna heilgóma, partagerð, stálgrindaparta og önnur plast gervi á stálgrindur (e. wraparound) sem koma í stað eigin tanna. Ýmist er um að ræða tannbogastutt tanngervi eða plantastutt tanngervi.

Að mestu leyti fer plastvinnan fram í höndun tannsmiða en aukning hefur orðið á eftirspurn um stafræn (e. digital) tanngervi úr plasti. Tanngervið er þá að öllu leyti hannað í tölvu. Annað hvort er tanngervið prentað út eða millað, og að lokum fínpússað af tannsmið.

​

gómar.jpeg
skinna.jpeg

Tannréttingar og skinnur 

Skinnur og tannréttingabúnaður er af ýmsum gerðum en er með það sameiginlega markmið að bæta tannheilsu sjúklinga. Þar má nefna gnísturskinnur, hrotugóma, stoðskinnur, íþróttagóma, tannréttingarskinnur og tannréttingarplötur.

Mest er notast við pressaðar skinnur en í einhverjum tilfellum eru þær soðnar. Þá eru einnig stafrænt hannaðar og prentaðar skinnur að færast í aukana.

​

Stafrænn búnaður

Tannsmíði hefur að undanförnu verið að færa sig yfir í heim tækninnar að mörgu leyti. Flestir þekkja CAD/CAM kerfið í hönnun og smíði á tanngervum. Þar er stuðst við tölvukerfi í hönnunarferlinu og fræst út í millingvélum.

Til að tryggja skilvirkni, hröð og nákvæm afköst þá er búnaðurinn sem notast er við lykilatriði. 

Okkar nýjasta vél ber heitið PrograMill PM7 sem gerir okkur kleift að notast við margs konar efni, hvort sem er blaut eða þurr. Þar má nefna málm, plast, postulín og vax.

​

IMG_1519.jpeg
bottom of page